Skilmálar fyrir fjarnámskeið Hreyfilausna
Hreyfilausnir ehf
Kt: 640423-0640
[email protected]
Þessir skilmálar gilda um alla þjónustu og vörur sem keyptar eru á vef Hreyfilausna.
Með kaupum á þjónustu samþykkir kaupandi þessa skilmála.
Höfundarréttur
Allt efni á vef Hreyfilausna, þar á meðal myndbönd, texti, æfingar, fræðsla, verkefni og grafík, er varið af höfundarréttarlögum og er eign Heru Rutar Hólmarsdóttur og Thelmu Rutar Hólmarsdóttur.
Kaupandi fær persónulegan, ótengjanlegan aðgang að þjónustunni og má ekki afrita, dreifa, deila, aelja áfram
eða gera efnið öðrum aðgengilegt.
Brot á höfundarrétti er refsivert samkvæmt íslenskum lögum.
Fræðsla – ekki heilbrigðisþjónusta
Þjónustan er fræðsla og leiðbeiningar um gagnreyndar aðferðir til að vinna með langvinna verki og heimaæfingar. Hún er ekki sjúkraþjálfunarmeðferð, ekki greining og ekki einstaklingsmiðuð endurhæfing.
Hreyfilausnir:
metur ekki heilsu einstaklings áður en þjónusta er keypt
gefur ekki læknisfræðilegar ráðleggingar
veitir ekki meðferð í gegnum þetta námskeið
Kaupandi samþykkir að hann/hún taki þátt á eigin ábyrgð og beri sjálfur ábyrgð á að meta hvort efnið henti hans/hennar líðan og heilsu.
Skyldur og ábyrgð kaupanda
Kaupandi ber ábyrgð á:
að ákveða hvort æfingar og fræðsla henti hans/he hennar heilsu, að leita til heilbrigðisstarfsmanns ef hann/hún er með alvarleg einkenni, nýleg meiðsli, undirliggjandi sjúkdóma eða vafa um framkvæmd æfinga,
að hætta strax ef verkir, óþægindi eða óvenjuleg einkenni koma upp.
Hreyfilausnir ber enga ábyrgð á: meiðslum eða líkamstjóni sem kunna að verða vegna þátttöku,
ákvarðanatöku kaupanda um að nýta eða framkvæma efnið, röngum notkun æfinga eða búnaðar.
Þátttaka er alfarið á ábyrgð kaupanda.
Greiðslur og endurgreiðslur
Allar greiðslur eru inntar af hendi fyrirfram.
Þegar greiðsla hefur átt sér stað er engin endurgreiðsla möguleg.
Endurgreiðsluréttur stofnast ekki þó kaupandi nýti ekki þjónustuna eða klári ekki námskeiðið.
Kaupandi ber ábyrgð á að nota aðganginn á því tímabili sem honum er veittur.
Greiðslumiðlun fer fram í gegnum Áskell og Straum.
Trúnaður og persónuvernd
Hreyfilausnir vinnur með persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 og GDPR.
Allar upplýsingar eru trúnaðarmál og eru ekki deildar með þriðja aðila nema lög krefjist þess eða það sé nauðsynlegt vegna greiðslumeðhöndlunar.
Hreyfilausnir safnar ekki heilsufarsupplýsingum og spurningalistar sem notaðir eru til árangursmats (CSI og NRI) eru algerlega nafnlausir og ekki tengdir notenda.
Sjá nánar í persónuverndarstefnu Hreyfilausna.
Réttur Hreyfilausna til breytinga
Hreyfilausnir áskilur sér rétt til að:
breyta verði, breyta þjónustu, breyta skilmálum, hætta að bjóða þjónustu, án sérstakrar fyrirframtilkynningar.
Breytingar taka gildi þegar nýir skilmálar eru birtir á vefnum.
Varnarþing
Um skilmálana gilda íslensk lög.
Ágreiningur sem kann að rísa skal lagður fyrir íslenska dómstóla.