www.hreyfilausnir.is

PERSÓNUVERND

Síðast uppfært: 21.11.2025

Hreyfilausnir ehf. gætir fyllstu varúðar við meðferð persónuupplýsinga og vinnur í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þar á meðal lög nr. 90/2018 og GDPR (Reglugerð ESB 2016/679).
Í þessari persónuverndarstefnu er útskýrt hvaða upplýsingar eru safnaðar, hvernig þær eru unnar og hvaða réttindi þú hefur.

 

Hvaða upplýsingar eru safnaðar

Við kaup á þjónustu eða nýskráningu á hreyfilausnir.is getur verið óskað eftir eftirfarandi upplýsingum:
Fullu nafni
Tölvupóstfangi
Símanúmeri
Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til að tryggja afhendingu þjónustu, aðgang að námskeiðum og samskipti við kaupanda.
Kaupandi getur valið hvaða nafn birtist á prófílkorti og það þarf ekki að vera raunverulegt nafn. Þessu má breyta hvenær sem er undir stillingum á heimasvæði notanda.
Við skráningu á póstlista, sem er valfrjáls, varðveitir Hreyfilausnir netfangið til að senda tilkynningar, fræðsluefni og markaðsefni.

Heilsufarsupplýsingar og viðkvæm gögn

Hreyfilausnir safnar ekki heilsufarsupplýsingum né öðrum viðkvæmum persónuupplýsingum samkvæmt 3. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2018.
Svör þátttakenda við CSI- og NRI-spurningalistum eru:
100% nafnlaus,
innihalda engin auðkenni
ekki tengd notendareikningi,
ekki vistuð í Kajabi
Kannanir eru eingöngu notaðar til að meta heildarárangur námskeiða og til að bæta innihald þeirra.
Einstaklingsbundin heilsugögn eru aldrei vistuð í kerfum Hreyfilausna.

Notkun á Google Forms (nafnlausar kannanir)

Hreyfilausnir notar Google Forms til að framkvæma árangursmat með CSI- og NRI-spurningalistum.
Kannanir eru:
100% nafnlausar
án skráningar á netfangi
án vistunar IP-tölu (Google Forms safnar ekki IP þegar email-söfnun er slökkt)
án nafns eða annarra auðkenna
ekki tengdar sjúkraskrá
valfrjálsar
Svör eru einungis notuð í tölfræðilega framvindugreiningu og til þróunar námskeiða.

Meðferð persónuupplýsinga

Öll úrvinnsla persónuupplýsinga fer fram í samræmi við lög nr. 90/2018 og GDPR.
Með kaupum á þjónustu samþykkir kaupandi að Hreyfilausnir megi:
vinna með persónuupplýsingar í þeim tilgangi að veita þjónustu,
tryggja aðgang að námskeiðum,
halda uppi samskiptum um þjónustuna,
og senda þjónustutengt efni.
Hreyfilausnir deilir ekki upplýsingum með þriðja aðila nema það sé nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldur eða afhendingu þjónustu 

Þjónustuveitendur og greiðslumiðlun

Hreyfilausnir hefur samning við Áskell og Straum um innheimtu greiðslna.
Þau fá einungis aðgang að upplýsingum sem nauðsynlegar eru til greiðslumeðhöndlunar:
nafn
netfang
símanúmer
Bæði Áskell og Straumur starfa samkvæmt gildandi persónuverndarlögum og eigin persónuverndarstefnu.

Hýsing og gagnavinnsla í Kajabi

Námskeiðsvettvangur Hreyfilausna er hýstur hjá Kajabi LLC, sem starfar samkvæmt:
Data Processing Addendum (DPA)
Standard Contractual Clauses (SCC)
GDPR-samræmi
Kajabi vinnur með eftirfarandi upplýsingar:
nafni
netfangi
notandaupplýsingum sem tengjast aðgangi að námskeiðum
Kajabi vinnur ekki með heilsufarsgögn eða svör við spurningalistum.
Öll gögn í Kajabi eru varin með dulkóðun og öryggisstöðlum.

Réttindi kaupanda

Kaupandi á rétt á að:
óska eftir aðgangi að eigin persónuupplýsingum
óska eftir leiðréttingu
óska eftir breytingu eða eyðingu gagna
afturkalla samþykki fyrir vinnslu
Beiðnir um slík réttindi skal senda á:[email protected]

Geymslutími gagna

Persónuupplýsingar eru geymdar aðeins svo lengi sem nauðsynlegt er:
reikningsupplýsingar samkvæmt lögum um bókhald (6–7 ár)
aðgangur að námskeiðum í 16 vikur frá kaupum
netföng á póstlista þar til notandi afskráir sig
Nafnlaus gögn úr kannanum eru geymd án tímafrests þar sem þau teljast ekki persónuupplýsingar.

Breytingar á persónuverndarstefnu
Hreyfilausnir áskilur sér rétt til að breyta persónuverndarstefnu ef nauðsyn krefur. Breytingar taka gildi þegar þær eru birtar á hreyfilausnir.is.

Samskiptaupplýsingar
Hreyfilausnir ehf
[email protected]